Sjáland
"Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á magnaðri staðsetningu við sjávarsíðuna", segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.
Sjáland hefur um margra ára skeið verið einn vinsælasti veislustaður landsins og hafa ófá brúðkaup, afmælisveislur og árshátíðir farið fram í þessum glæsilegu húsakynnum. Þar eru tveir salir, annar sem hentar stærri viðburðum og svo minni salur sem er hentugur fyrir minni og meðalstórar veislur. Yfirkokkur Múlakaffis er listakokkurinn Eyþór Rúnarsson og hefur hann umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk. Það má því búast við flugeldasýningu úr eldhúsinu enda er veisluþjónusta Múlakaffis rómuð fyrir bragðgæði, magnaða framsetningu og
fagmennsku.

Viðburðir framundan
Hlökkum til að sjá ykkur!
Partýbingó með Evu Ruzu og Hjálmari
Partýbingó með Evu Ruzu og Hjálmari Erni á Sjálandi þann 8. maí.
Húsið opnar kl 19:00 og bingóið hefst kl 20:30!
GLÆSILEGIR vinningar í boði, mikil stemmning og fjör verður á Sjálandi þetta kvöldið! Á síðasta partýbingói komust færri að en vildu og því um að gera tryggja sér miða strax!
Hægt er að kaupa gómsæta smáréttaplatta sem borinn er á borð fyrir gesti.
Miðasala á Tix.is
Hlökkum til að sjá ykkur í einum glæsilegasta veislusal landsins.