Sjáland
"Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á magnaðri staðsetningu við sjávarsíðuna", segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.
Sjáland hefur um margra ára skeið verið einn vinsælasti veislustaður landsins og hafa ófá brúðkaup, afmælisveislur og árshátíðir farið fram í þessum glæsilegu húsakynnum. Þar eru tveir salir, annar sem hentar stærri viðburðum og svo minni salur sem er hentugur fyrir minni og meðalstórar veislur. Yfirkokkur Múlakaffis er listakokkurinn Eyþór Rúnarsson og hefur hann umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk. Það má því búast við flugeldasýningu úr eldhúsinu enda er veisluþjónusta Múlakaffis rómuð fyrir bragðgæði, magnaða framsetningu og
fagmennsku.

Fermingarveisla
Á Sjálandi eru tveir glæsilegir veislusalir sem henta fullkomlega fyrir fermingarveislur.
Báðir salirnir eru með sérinngang og aðgang að útisvæði, sem gefur gestum aukið
rými og skemmtilega upplifun.
Hafðu samband á events@sjalandevents.is og við aðstoðum þig við að setja
upp veisluna þína.
Brúðkaup
Á Sjálandi mætast rómantík og fágað umhverfi við sjávarsíðuna.
Glæsilegur veislusalur sem rúmar allt að 200 manns í sæti, útbúinn vönduðum ljósabúnaði, skjávarpa og hljóðkerfi, fullkomið fyrir tónlist, ræður
og ógleymanleg augnablik.
Hafðu samband á events@sjalandevents.is og leyfðu okkur að
skipuleggja stóra daginn með ykkur!










