Sjáland
"Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á magnaðri staðsetningu við sjávarsíðuna", segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.
Sjáland hefur um margra ára skeið verið einn vinsælasti veislustaður landsins og hafa ófá brúðkaup, afmælisveislur og árshátíðir farið fram í þessum glæsilegu húsakynnum. Þar eru tveir salir, annar sem hentar stærri viðburðum og svo minni salur sem er hentugur fyrir minni og meðalstórar veislur. Yfirkokkur Múlakaffis er listakokkurinn Eyþór Rúnarsson og hefur hann umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk. Það má því búast við flugeldasýningu úr eldhúsinu enda er veisluþjónusta Múlakaffis rómuð fyrir bragðgæði, magnaða framsetningu og
fagmennsku.

Jólin á sjálandi
Hinn eini sanni Pétur Jóhann Sigfússon skemmtir matargestum á Sjálandi á aðventunni!
Eyþór Rúnarsson og landslið matreiðslumeistara töfra fram gómsætan þriggja rétta matseðil.
Húsið opnar 11.30. Matur er framreiddur kl. 12.00 og Pétur stígur á stokk 12.15.
Dagsetningar:
Föstudagur 21. nóvember - Uppselt!
Föstudagur 28. nóvember - Uppselt!
Föstudagur 5. desember - Uppselt!
Föstudagur 12. desember - Uppselt!
Laugardagur 13. desember - Nokkur sæti laus!
Jólin á sjálandi
Skötuveisla í Sjálandi á Þorláksmessu!
Múlakaffi blæs til glæsilegrar skötuveislu í Sjálandi á Þorláksmessu!
Njóttu dýrindis skötuhlaðborðs með úrvali af forréttum og eftirréttum — þar sem hefð og hátíð mætast í fullkomnu jafnvægi.
Húsið opnar kl. 12:00 og verður skemmtiatriði með Mick Jagger. Hlaðborð og dagskrá hefjast kl. 13:00
Takmarkaður sætafjöldi!


